þetta eru nú aldeilis skrítnir tímar sem við erum að upplifa!

Við viljum því koma eftirfarandi á framfæri:

Í ljósi aðstæðna, og í takt við tilmæli og ábendingar frá Landlæknisembættinu, höfum við tekið upp nýja verkferla í störfum okkar og í samskiptum við viðskiptavini og milli starfsfólks.
Eins og kunnugt er þá skiptir fjarlægð milli fólks og þvottur og sótthreinsun mestu máli og við höfum því m.a. gert eftirfarandi til þess að auka öryggi viðskiptavina okkar og starfsfólksins:

  • Það eru Sprittbrúsar  á borðum í verslunum okkar og við hvetjum alla til þess að nýta þá, bæði við komu og brottför
  • Við þrífum og sprittum reglulega alla helstu snertifleti, greiðsluposa o.þ.h.
  • Við reynum eins og kostur er að halda minnst tveggja metra fjarlægð við viðskiptavini og milli starfsfólks og hvetjum alla til þess að sýna því skilning og virða það eins og mögulegt er
  • Á sama hátt biðjum við alla um að sýna nærgætni og láta skynsemina ráða í för og koma ekki í verslanir okkar ef minnsti grunur er um smit
  • Við höfum þrengt afgreiðslutímann okkar:

 

AFGREIÐSLUTÍMI   Kringlan 7   Laugavegur 11
Mánudaga til föstudaga   12 - 18   LOKAÐ
Laugardaga   10 - 16   LOKAÐ
sunnudaga   LOKAÐ   LOKAÐ

 

 

 

  • Vefverslunin okkar er svo að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn og þangað inn er auðvelt að fara til þess að skoða og versla – og svo erum við, alltaf þegar opið er, tilbúin að taka á móti pöntunum og veita ráðgjöf í gegnum símann eða í gegnum Messenger spjallrásina á Facebook síðunni okkar
  • Við erum einnig búin að virkja tvö neyðarnúmer sem eru tiltæk allan sólarhringinn. Þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir viðbragðsaðila í heilbrigðiskerfinu, almannavörnum og aðildarsveitum Landsbjargar.  Símanúmerin eru: 862- 5886 og  691-7746