Reiðhjól

HJÓLAVERKSTÆÐI FJALLAKOFANS.

Fjallakofinn hefur komið sér upp fullkominni aðstöðu til viðgerða og viðhalds á reiðhjólum.

Við þjónustum allar gerðir reiðhjóla og markmið þjónustunnar er ávallt að skila hjólinu til þín í sínu allra besta ástandi!

Ath! Öll hjól sem við fáum til okkar í þjónustu eru þrifin, séu þau ekki hrein við afhendingu. Rukkað er fyrir öll þrif skv. verðskrá, eða í tímagjaldi séu þau í lágmarki.

  • Nauðsynlegt er að panta þarf tíma fyrirfram á hjol@fjallakofinn.is , eða í síma 510-9505 
  • Tilkynna þarf komu í síma 510-9505 eða hringja bjöllu við verkstæðisinngang að baki verslunar Fjallakofans, Hallarmúla 2 við komu.

Tímagjald hjólaverkstæðis Fjallakofans er kr.9.945

Þrifagjald er kr.5.995

Ath! Áskilinn er réttur til innheimtu geymslugjald sé hjól ekki sótt innan tilsetts tíma.