Verkstæði

Vel búið hjóla- og skíðaverkstæði 

Við erum stolt af því að geta boðið landsmönnum upp á vel útbúið verkstæði fyrir skíði og hjól í verslun okkar að Hallarmúla 2. Á verkstæðunum eru sérþjálfaðir starfsmenn sem hafa starfað við viðgerðir og þjónustu í mörg ár. Öll vörumerki eru velkomin til viðgerðar hjá okkur!

HJÓLAVERKSTÆÐI

Fjallakofinn hefur komið sér upp fullkominni aðstöðu til viðgerða og viðhalds á reiðhjólum. Við þjónustum allar gerðir reiðhjóla og markmið þjónustunnar er ávallt að skila hjólinu til þín í sínu allra besta ástandi!

TÍMAPANTANIR

Nauðsynlegt er að panta þarf tíma fyrirfram í gegnum Noona síðuna, á hjol@fjallakofinn.is, eða í síma 510-9505.

Tilkynna þarf komu í síma 510-9505 eða hringja bjöllu við verkstæðisinngang að baki verslunar Fjallakofans, Hallarmúla 2 við komu. Tímagjald hjólaverkstæðis Fjallakofans er kr.11.995. Þrifagjald er kr. 5.995.

 

 

Ath! Öll hjól sem við fáum til okkar í þjónustu eru þrifin, séu þau ekki hrein við afhendingu. Rukkað er fyrir öll þrif skv. verðskrá, eða í tímagjaldi séu þau í lágmarki.

SKÍÐAVERKSTÆÐI

Á skíðaverkstæðinu eru vandaðar vélar til að vaxa skíði og bretti, auk kantskerpinga. Við bjóðum einnig uppá að festa og stilla til bindingar, sem er þá metið hverju sinni. Endilega komið við hjá okkur svo við getum skoðað hvað er mögulegt að gera.

Vélarnar eru núna komnar upp og bíða eftir þér!