Fjallafélagið og Fjallakofinn hafa gengið til samstarfs en Fjallafélagið er rekið af bræðrunum Haraldi Erni og Örvari Þór Ólafssonum.  Leiðarljós samstarfsins er að bjóða fjallgöngufólki fatnað og búnað í hæsta gæðaflokki en þátttakendur í fjallgönguáskorun Fjallafélagsins njóta sérstakra kjara hjá Fjallakofanum.  Þá munu fararstjórar Fjallafélagsins klæðast Marmot fatnaði í sínum fjallgöngum.  

Fjallafélagið stendur fyrir metnaðarfullri gönguáætlun sem hefst þann 20. janúar.  Gengið verður á 24 fjöll en dagskráin, sem nær yfir allt árið, verður kynnt á sérstöku kynningarkvöldi sem haldið verður miðvikudaginn 13. janúar kl. 20 í fundarsal World Class Laugum.  Fundurinn er öllum opinn.